Námið

Tannlæknanám

Tannlæknanám tekur 6 ár og er 360 einingar, því líkur með kandidatsprófi í tannlækningum – Cand. odont-prófi.

Aðeins 8 nemendur eru á hverju ári svo deildin er lítil og persónuleg.
Inntökuskilyrði er stúdentspróf af bóknámsbraut eða próf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú). Í tannlæknanám er numerus clausus með samkeppnisprófi að lokinni fyrstu önn 1. árs þar sem nemendur með 7 hæstu meðaleinkunnirnar halda áfram á vorönn.

Námsfög fyrsta misseris 1. árs eru:

  • Almenn Líffræði A – Samanstendur af frumulíffræði, líffærafræði og fósturfræði
  • Vefjafræði
  • Formfræði fræðileg – Í þessum áfanga er kennsla á meginþáttum á bersæju formi tanna, hlutverki formsins og helstu fræði- eða íðorðum sem tengjast faginu,
  • Formfræði verkleg – Nemendur fá 8 vaxkubba sem þeir forma og tálga niður í tennur
  • Efnafræði I
  • Inngangur að tannlæknisfræði – Helstu klínisku greinar tannlæknisfræðinnar kynntar, skemmtilegir fyrirlestrar fyrir námsmenn með mikinn áhuga á faginu. 

Fyrstu tvö árin eru aðallega bókleg, einhverjir áfangar eru kenndir með næringarfræðinemum, sjúkraþjálfaranemum, lyfjafræðinemum og líffræðinemum.
Á 3. ári fer kennslan aðallega fram uppi á 3. hæð á preklínik, þar er námið orðið “hands on” þar sem nemendur læra og æfa allt sem þeir koma til með að gera á dúkkuhausum, gómamódelum, úrdregnum tönnum og fleira. Þar að auki eru 2 lyfjafræðilotur og líftölfræðilota.
Á 4. – 6. ári fer kennslan aðallega fram á 2. hæð á klínik eða aðgerðarstofu deildarinnar, hér er byrjað að vinna með sjúklinga.

Skyldumæting er í öllum fögum, sérstaklega á 3. – 6. ári. Hægt er að fara í skiptinám erlendis, í eina önn.

Tannlæknanám er mjög krefjandi en skemmtilegt nám. Frábært er að vera í 8 manna bekk. Allir eru mjög góðir vinir og peppað er hvert annað upp þegar á þarf að halda, hjálpast að og skemmt sér vel saman, og sama gildir um samskipti við nemendur á milli ára. Makar eru oftast velkomnir í öll partý sem nemendafélagið heldur og árshátíð F.Í.T er aðalviðburður ársins. Vísindaferðirnar eru flestar á tannlæknastofur, svo við lok námsins eru nemendur farnir að kannast við flesta kollega sína 🙂

Frekari upplýsingar er að finna hér http://www.hi.is/tannlaeknadeild/forsida